Keppninn fer vel af stað og sem sem betur er það margt sem kemur þátttakendum í opna skjöldu. Rússar stimpluðu sig inn með 4-1 sigri á Tékkum. Aðeins tveir spáðu að þeir kæmust í úrslitaleikinn. Gauti og Natalía hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar.
Danir sigruðu Hollendinga í góðum leik og galopnuðu með því Dauðariðilinn alræmda. Það yrði áfall fyrir marga ef Hollendingar eða Þjóðverjar kæmust ekki upp úr riðlinum og það gæti jafnvel ráðið úrslitum í getraunakeppninni.
En líklega er það þó hið "nýja" leikkerfi Spánverja sem kemur mest á óvart. Stórkostlegt að spila taktíkina 4-6-0 á stórmóti. Enginn senter og bannað að skora nema að maður komist inn í markteig andstæðingana. Fótbolti án fyrirgjafa! ... þvílík fyrirsögn af hverju er ég ekki í vinnu hjá Séð & heyrt?
Eftir fyrstu umferðina deila Jón Ragnar og Guðrún Björk, sem er mér alls óskyld, efsta sætinu með 24 stig. En það eru margir sem narta í hælana á þeim. Í 3-5. sæti koma svo Kjartan, Snorri Magg og Natalía með 21 stig en meistari síðustu keppni, Ófeigur "hress" Hreinsson lúrir aðeins 6 stigum frá toppnum.
Daði, Fjóla og Ingi Rafn þurfa að bretta upp ermarnar eða biðja til æðri máttarvalda en það er þó knattspyrnuáhugamaðurinn Benedikt G. Waage sem hefur valdið mestu vonbrigðunum hingað til. Sex stig af 48 mögulegum er ekki ásættanlegt fyrir mann af hans kalíberi. Nú er bara að bíta í skjaldarendurnar.
| 1. umferð | 1. umferð | Stig úr | Röð eftir | |
| Úrslit | Mörk | 1. umferð | 1. umferð | |
Guðrún Björk
| <><><>
15
|
9 | 24 | 1 |
| Jón Ragnar Ástþórsson | 15 | 9 | 24 | 1 |
| Kjartan | 18 | 3 | 21 | 3 |
| Natalía Hallsdóttir | 15 | 6 | 21 | 3 |
| Snorri Magnússon | 15 | 6 | 21 | 3 |
| Gísli Karel | 15 | 3 | 18 | 6 |
| Ófeigur Hreinsson | 15 | 3 | 18 | 6 |
| Björn Armando Ásgeir Björnsson do Nascimento | 15 | 3 | 18 | 6 |
| Diddi | 12 | 6 | 18 | 6 |
| Eggert Thorberg Kjartansson | 15 | 0 | 15 | 10 |
| Valdimar Eggertsson | 12 | 3 | 15 | 10 |
| Snorri Pétur Eggertsson | 12 | 3 | 15 | 10 |
| Styrkár Hallsson | 12 | 3 | 15 | 10 |
| Reynir | 12 | 3 | 15 | 10 |
| Snorri Sigurðsson Norðdahl | 9 | 6 | 15 | 10 |
| Þórdís María Arnarsdóttir | 12 | 0 | 12 | 16 |
| Gauti | 12 | 0 | 12 | 16 |
| Sigurður Yngvi | 12 | 0 | 12 | 16 |
| Jóhann R Guðmundsson | 12 | 0 | 12 | 16 |
| Örvar | 9 | 3 | 12 | 16 |
| Eggert Þórbergur Gíslason | 9 | 3 | 12 | 16 |
| Svandís Jónsdóttir | 9 | 3 | 12 | 16 |
| Arnar Már Jóhannesson | 9 | 3 | 12 | 16 |
| Anton Már Gylfason | 9 | 3 | 12 | 16 |
| Albert Albertsson | 9 | 0 | 9 | 25 |
| Ásgeir j gíslason | 9 | 0 | 9 | 25 |
| Katrín Ósk Arnarsdóttir | 9 | 0 | 9 | 25 |
| Daniel Arnþórsson | 9 | 0 | 9 | 25 |
| Viktor Andri | 9 | 0 | 9 | 25 |
| Guðrún Sch | 9 | 0 | 9 | 25 |
| Jóhanna Björk Snorradóttir | 6 | 3 | 9 | 25 |
| Arnþór Guðmundsson | 6 | 3 | 9 | 25 |
| Einar Daði Reynisson | 6 | 3 | 9 | 25 |
| Kristján Leifsson | 6 | 0 | 6 | 34 |
| Hjalti B | 6 | 0 | 6 | 34 |
| Svava María | 6 | 0 | 6 | 34 |
| Tryggvi Sigurðsson | 6 | 0 | 6 | 34 |
| Kristinn Sigurðarson | 6 | 0 | 6 | 34 |
| Reynir Jóhannsson | 6 | 0 | 6 | 34 |
| Benedikt G. Waage | 6 | 0 | 6 | 34 |
| Tómas Haarde | 3 | 3 | 6 | 34 |
| Sæunn | 3 | 0 | 3 | 42 |
| Ingi Rafn Ólafsson | 3 | 0 | 3 | 42 |
| Fjóla María Lárusdóttir | 3 | 0 | 3 | 42 |
| Daði Ófeigsson | 0 | 0 | 0 | 45 |
Þetta jaðrar við að vera hneyksli.
SvaraRaderaJá maður á aldrei að þykjast vera betri en maður er !
Radera