fredag 15 juni 2012

Markakóngur

Eftir tvo leiki í riðlakeppninni er Holland án stiga og þurfa nánast kraftaverk til að komast áfram. En ef eitthvað lið getur klórað sig úr svo vonlausri stöðu eru það einmitt þeir með kraftaverkamanninn Robin Van Persie í broddi fylkingar.

Samkvæmt spánum þótti hann líklegastur til að hreppa markakóngstitilinn. Þó að hann hafi skorað eina mark Hollands í keppninni hingað til mun næsti leikur skera úr um hvort hann bregðist þeim 19 sem settu traust sitt á hann.

Aftur á móti er það lán í óláni hversu fáir tippuðu á landa hans Klaas-Jan Huntelaar sem var þó lang markahæstur í undankeppninni með 12 mörk. En Katrín Ósk, Kristinn, Albert og Arnar hljóta að naga sig í handabökin!

Útlitið er mun bjartara hjá Þjóðverjum sem eru komnir upp úr riðlinum. Miroslav Klose var næst markahæstur í undankeppninni með 7 mörk en hefur ekki fengið margar mínútur í keppninni til þessa og hefur af þeim sökum enn ekki náð að þeyta knettinum í mark andstæðinganna.

Það getur hann þakkað hinum spænskættaða Mario Gomez sem hefur heldur haldið honum fyrir utan liðið og það ekki að ástæðulausu. Hann hefur farið einstaklega vel af stað og sett 3 mörk í 2 leikjum. Það er ástæða til að óska þeim 15 sem settu nafn hans á blað til hamingju með frábæra ákvörðun!

Hins vegar er ekki annað hægt að setja spurningamerki við innsæi þátttakenda fyrir að horfa framhjá bæði Dzagoev og Mandžukić sem eru einnig komnir með 3 mörk í 2 leikjum. Líklega grassera enn fordómar gagnvart Austur-Evrópu á litla Íslandi.

Aftur á móti virðast margir hafa haft trú á Fernando Torres þrátt fyrir mikla bekkjarsetu hjá Chelsea í vetur. Óvíst þótti um að hann fengi sæti í spænska hópinn fyrir mótið. En hann þakkaði traustið og setti tvö kvikindi í gær og kannski sannast hið forkveðna "you ain't seen nothing yet!"

Aðrir með tvö mörk eru Bendtner og Pilař, Shevchenko og Fabregas. Tveir þeir fyrrnefndu voru ekki valdir af neinum sem hugsanlegur markaskorari, enda annar frá Austur-Evrópu og hinn ansi austur-evrópskur í útliti. Hins vegar gætu Shevchenko, austur-evrópubúi sem nýtur enn velvildar eftir langan og gifturríkan ferill í Vestur-Evrópu, og Fabregas haft áhrif á úrslit keppninar þar sem þeir komust samanlagt þrisvar sinnum á blað hjá þátttakendum.

Cristiano Ronaldo hefur, eins og svo oft áður, valdið vonbrigðum og er enn ekki búinn að skora í keppninni. En Portúgal er aftur á móti í ágætis stöðu í riðlinum og mótið því alls ekki búið hjá honum. Að minnsta kosti vona 15 einstaklingar að hann hristi af sér slyðruorðið og hann sanni að hann geti risið upp í stóru leikjunum. En líklega er það borin von - því miður fyrir þessa 15 sem létu útlitið blekkja sig enn og aftur.

Alls komust 34 leikmenn á blað sem hugsanlegir markakóngar ...

Leikmaður        1. val        2. val        3. val           Alls
Robin van Persie (Holland, Arsenal) 9 7 3 19
Mario Gomez (Þýskaland, Bayern München)  8 4 3 15
Cristiano Ronaldo (Portúgal, Real Madrid) 6 7 2 15
Fernando Torres (Spánn, Chelsea) 5 4 3 12
Karim Benzema (Frakkland, Real Madrid) 4 3 3 10
Miroslav Klose (Þýskaland, Lazio)  3 3 2 8
Wayne Rooney (England, Manchester United) 1 3 2 6
Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð, AC Milan) 1 2 2 5
Klaas-Jan Huntelaar (Holland, Schalke 04) 1 0 3 4
Bastian Schweinsteiger (Þýskaland, Bayern München)  0 2 2 4
Thomas Mueller (Þýskaland, Bayern München),  1 1 1 3
Andres Iniesta (Spánn, Barcelona)  0 1 2 3
Arjen Robben (Holland, Bayern München)  0 1 2 3
Fernando Llorente (Spánn, Athletic Bilbao) 0 1 2 3
Franck Ribery (Frakkland, Bayern München) 0 1 2 3
Lukas Podolski (Þýskaland, Arsenal)  0 0 3 3
Andrea Pirlo (Ítalía, Juventus)  2 0 0 2
Xavi (Spánn, Barcelona)  1 1 0 2
Ashley Young (England, Manchester United) 0 2 0 2
Cesc Fabregas (Spánn, Barcelona) 0 1 1 2
Luka Modric (Króatía, Tottenham Hotspur) 1 0 0 1
Andrei Arshavin (Rússland, Arsenal)  1 0 0 1
David Silva (Spánn, Manchester City) 1 0 0 1
Tomas Rosicky (Tékkland, Arsenal) 1 0 0 1
Robert Lewandowski (Pólland, Borussia Dortmund) 0 1 0 1
Niko Kranjcar (Króatía, Tottenham Hotspur) 0 1 0 1
Roman Pavlyuchenko (Rússland, Lokomotiv Moscow) 0 0 1 1
Mario Balotelli (Ítalía, Manchester City) 0 0 1 1
Pedro (Spánn, Barcelona) 0 0 1 1
Ibrahim Afellay (Holland, Barcelona) 0 0 1 1
Andy Carroll (England, Liverpool) 0 0 1 1
Andriy Shevchenko (Úkraína, Dynamo Kiev) 0 0 1 1
Pavel Pogrebnyak (Rússland, Fulham)  0 0 1 1
Sebastian Larsson (Svíþjóð, Sunderland) 0 0 1 1

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar