måndag 11 juni 2012

Evrópumeistarar 2012

Geta 44 knattspyrnuheilar haft rangt fyrir sér?

Úrslitin eru ráðin! Spánverjar verða heimsmeistarar eftir nokkuð afgerandi sigur á Þjóðverjum. Af 44 þátttakendum spá 27 Spáni alla leið í úrslitaleikinn og 26 að Þýskalandi. Átján spá Spánverjum sigri í mótinu og 13 spá Þjóðverjum öðru sæti. Þetta eru engin geimvísindi.

Holland er þriðja landið sem spáð er nokkurri velgengni og Ítalía á nokkra dygga aðdáendur í hópnum en alls gætu 12 lið komist í úrslitaleikinn og 8 orðið evrópumeistarar miðað við spárnar.

1. sæti 2. sæti
Spánn 18 9
Þýskaland 13 13
Holland 4 9
Ítalía 4 0
Frakkland 2 2
England 1 3
Rússland 1 1
Úkraína 1 0
Portúgal 0 4
Pólland 0 2
Króatía 0 1
Grikkland 0 1


Inga kommentarer:

Skicka en kommentar