måndag 11 juni 2012

Getraunaleikurinn kominn af stað

Hélt einhver að bloggið væri dautt?

Þegar kemur að tækni, vísindum og trendi eru SPExcel og Dindie ávallt með puttana á púlsinum. Við spáum því að tími Facebook og Twitter líði undir lok á árinu og almenningur taki við að bloggskrif á ný.

Eftir nokkur ár munum við líta tilbaka og hlæja saman að því að við skyldum láta Mark Zuckerberg veiða okkur inn í þessa vitleysu - og jafnvel blogga um það!

Við ætlum að ríða á vaðið og þessi splunkunýja bloggsíða verður vettvangur Getraunaleiksins í ár. Hér munum við birta úrslit og stöðu keppninnar ásamt því að deila með okkur ýmsum tölulegum staðreyndum og öðrum skemmtilegheitum.

Hverjir verða heimsmeistarar að mati þátttakenda? Hver verður markakóngur keppninnar? Hver er fallegasti knattspyrnumaður allra tíma og hvaða lið er vinsælast? Okkur er ekkert óviðkomandi þegar kemur að boltanum!

Það er metþáttaka í leiknum í ár en alls hafa 45 eintaklingar skráð sig til leiks - 35 karlar og 10 konur. Yngsti keppandinn er 5 ára og guð má vita hvað sá elsti er gamall, en hann er gamall svo mikið er víst, að minnsta kosti eldri en 40!!!

Því verður ekki neitað að okkur SPExcel þykir gaman að baða okkur upp úr sviðsljósinu en við hvetjum ykkur þrátt fyrir það að deila með okkur hugsunum ykkar og þrám (um leikinn) í samtalskerfinu.

Game on !










3 kommentarer:

  1. What a marvelous job you guys are doing for the football / or should I say Knattspyrna :)

    Keep up the Good Work
    Sepp

    SvaraRadera
  2. Já þetta er snilld kæri Sepp, og mikið er ég ánægður að hafa spáð Hollendingum sigri í þessu móti, eins og allir vita er það nánast regla að sigurvegarar stórmóta byrja alltaf á tapi... #bjartsýnn
    Hvernig gengur annars hjá fólki ? einhver kominn með allt rétt ?

    SvaraRadera
    Svar
    1. Stefnum á að birta stöðuna eftir leikina í kvöld

      Heja Sverige
      Diddi

      Radera