fredag 29 juni 2012

Staðan fyrir úrslitaleikinn

Verður mömmustrákurinn markakóngur?

Stjarna er fædd! Tvö mörk í gærkvöldi og þrjú alls í mótinu. Balotelli á góða möguleika á að verða markakóngur EM.

Eftir leikinn hljóp hann beint til mömmu sinnar og tileinkaði henni mörkin, líkt og prúðir og góðir drengir gera! Hún ættleiddi hann þegar hann var þriggja, fæddi hann og klæddi, en var kannski örlítið of mikill curling-foreldri þannig að hann átti erfitt með standa á eigin fótum þegar hann flaug úr hreiðrinu.



Refsivöndur á lofti
En í Manchester gekk Roberto Manchini honum í föðurstað og reisti hann þegar hann hrasaði, átti öxl sem mátti gráta við, en var líka harður í horn að taka þegar þess var þörf. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Mancini virðist á góðri leið að gera mann úr stráksa. Hver hefði trúað því? Engum nema Spexcel sem er sá eini í leiknum sem var tilbúin að veðja á hann sem markakóng - þó aðeins sem þriðja val.

Ef Balotelli er hetja undanúrslitana er Bruno Alves þá skúrkurinn? Hann gerði það sem allir héldu að Sergio Ramos myndi gera, þruma knettinum og klúðra. En Bruno var ein taugahrúga frá því að Nani skokkaði léttfættur og sendi hann til baka þegar hann ætlaði að taka þriðju spyrnu Portúgala. Líklega er sá sem sendi hann í þá feigðaför eini sanni skúrkur undanúrslitana. 

Þung skref Bruno Alves sem kostuðu Portúgala!
En nú að máli málanna! Það eru all svakalegar sviptingar í Getraunaleik Dindies og Spexcels frá 8 liða úrslitum til úrslitaleiksins. Núna rétt fyrir úrslitaleik er Guðrún Björk að tapa forystunni sem hún hefur haldið frá fyrsta leik. Hún er að vísu enn í fyrsta sæti en lítið má bregða út af og hún treystir nú algjörlega á markaskorarana.

Tómas nokkur Haarde sem byrjaði einstaklega hægt í keppninni og hlaut engin stig í byrjun móts á nú möguleika á að hrifsa seðlana til sín í lokaleiknum. Hann er sá eini sem er með úrslitaleikinn réttan þótt liðin séu í öfugum sætum og hann er jafnframt hástökkvarinn að þessu sinni.

Snorri nokkur Magnússon stendur vel undir nafni sem molvarpa undanúrslitanna en frændi hans, norðanmaðurinn Gauti kraflar sig upp fyrir báðar systurnar Arnarsdætur og hefur eitthvað að gleðjast yfir fyrir lokaleikinn.

Ef að Ítalía vinnur á sunnudaginn, þá vinnur Tómas keppnina, þó að því undanskyldu að enginn skori fleiri en 3 mörk í keppninni því þá sigrar Guðrún á markaskoraranum Gomez. Aftur á móti ef Torres skorar á einhvern óskiljanlegan hátt af varamannabekknum og verður markakóngur stendur Tómas uppi sem sigurvegari og einnig ef Balotelli hampar gullskónum.

Þá er skemmtileg innkoma þarna á Antoni the oldest of the Mar brothers and the only one that doesn't really follow football so much því ef David Silva setur þrennu þá tekur hann klinkið.

Ef Spánn tekur dolluna, þá mun Argentínubjörninn vaða í fjólubláu, svo lengi sem Gomez, Ronaldo eða Silva verði ekki meðal hæstu markaskorara.

Spennan er því í hámarki og treystum við á hávaða rifrildi á mánudaginn yfir útreikningunum.


Lið í 
Rétt úrslit 
Lið í 
Alls fyrir
Röð
Hástökkvari

undanúrsl
í undanúrsl
úrslitum
úrslitaleik

Moldvarpa
Guðrún Björk
10
0
10
113
1
0
Valdimar Eggertsson
20
0
10
107
2
1
Styrkár Hallsson
15
0
0
103
3
-1
Björn Armando
15
0
10
101
4
0
Anton Már Gylfason
20
0
10
100
5
7
Jóhann R Guðmundsson
15
0
10
99
6
0
Eggert Thorberg Kjartansson
15
0
10
98
7
1
Tómas Haarde
20
0
20
97
8
27
Daniel Arnþórsson
15
0
10
96
9
-1
Svandís Jónsdóttir
10
0
10
96
9
-4
Daði Ófeigsson
15
0
10
94
11
4
Sigurður Yngvi
10
0
10
93
12
1
Einar Daði Reynisson
15
0
10
92
13
4
Ófeigur Hreinsson
10
0
10
91
14
-4
Eggert Þórbergur Gíslason
10
0
10
90
15
-4
Kjartan
10
0
10
88
16
0
Tryggvi Sigurðsson
15
0
10
87
17
6
Snorri Pétur Eggertsson
15
0
10
86
18
9
Arnar Már Jóhannesson
10
0
10
83
19
1
Guðrún Sch
10
0
0
83
19
-12
Ingi Rafn Ólafsson
10
0
10
83
19
1
Benedikt G. Waage
10
0
10
82
22
2
Hjalti B
10
0
10
82
22
2
Reynir
10
0
10
82
22
2
Sæunn
10
0
10
81
25
4
Jóhanna Björk Snorradóttir
10
3
10
80
26
9
Kristinn Sigurðarson
15
0
0
80
26
-6
Natalía Hallsdóttir
10
0
0
79
28
-14
Snorri Sigurðsson Norðdahl
10
0
10
79
28
4
Albert Albertsson
10
0
10
77
30
4
Kristján Leifsson
10
0
10
77
30
6
Ásgeir j gíslason
15
0
0
75
32
-2
Diddi
15
0
0
71
33
2
Jón Ragnar Ástþórsson
5
0
0
71
33
-15
Reynir Jóhannsson
10
0
0
71
33
-6
Snorri Magnússon
5
0
0
71
33
-16
Viktor Andri
10
0
10
69
37
2
Örvar
10
0
0
69
37
-5
Fjóla María Lárusdóttir
10
0
10
67
39
2
Svava María
15
0
0
62
40
2
Arnþór Guðmundsson
10
0
0
61
41
-2
Gísli Karel
0
0
0
60
42
-11
Gauti
5
0
10
58
43
1
Katrín Ósk Arnarsdóttir
5
0
10
53
44
1
Þórdís María Arnarsdóttir
0
0
0
46
45
-2

tisdag 26 juni 2012

Staðan eftir III. hluta

The West's asleep. Let England shake,
weighted down with silent dead.
I fear our blood won't rise again.

England's dancing days are done.
                 Polly Jean Harvey

Jolly Good Lad
Við hjá Getraunaleiknum ehf viljum votta Arnþóri, Jóni Ragnari, Kristni, Ófeigi, Reyni og Örvari samúð okkar með skyndilegt fráfall Englands úr keppninni. Ef það er einhver huggun þá féllu þeir með sæmd. Þrátt fyrir harðan atgang Ítala sem þjörmuðu að enska liðinu án afláts í 120 mínútur lét ekkert undan nema kanski snyrtileg hárlagning Roy Hodgsons - og það aðeins lítilega og rétt í blálokin. Það var ekki fyrr en í vítapyrnukeppninni að ísköld og yfirveguð - nánast ljóðræn - spyrna Andrea Pirlo sveif löturhægt í lágum, fallegum boga mitt í mark Englendinga að ljónin þrjú lágu í valnum.


Þeir voru reyndar ekki margir sem höfðu trú á að Englendingar myndu spila til úrslita en þeir nutu samt sem áður gríðarlegra vinsælda. Aðeins Spánverjar áttu sér fleiri unnendur meðal þátttakenda Getraunaleiksins.

Ekki bara vinsælir! Verðandi Evrópumeistarar líka?
Lið Atkvæði
Spánn 11
Þýskaland 6
England 6
Portúgal 4
Svíþjóð 4
Holland 4
Ísland 3
Danmörk 2
Fjölnir 2
Ítalía 2
Írland 1
Tékkland 1
Rússland 1
Póllandi 1
Frakkland 1

Vinsælustu liðin meðal þátttakenda

Kunnuleg sjón?
Eftir standa fjögur lið, fjórir risar! Spánn sem var ekki aðeins vinsælasta liðið heldur spáðu 27 að þeir færu alla leið í úrslitaleikinn. Þjóðverjar nutu einnig þónokkurra vinsælda í upphafi móts og eru líklega enn vinsælli nú eftir að hafa spilað skemmtilegasta boltann. Alls spáðu 26 þeim í úrslitaleikinn. Aðeins 2 tilgreindu Ítalíu sem uppáhalds lið en 4 spáðu að þeir færu alla leið. Portúgalir stóðu einnig nálægt hjörtum keppenda. Fjórir spáðu að þeir kæmust í úrslitaleikinn, þó engin að þeir yrðu evrópumeistarar. Sumir verða bara aldrei nema næst bestir - hversu sorglegt sem það kann að hljóma!

Það urðu ekki miklar sviptingar við toppinn. Styrkár heldur áfram að draga á roskna móðursystur sína og nú skilur aðeins 5 stig á milli þeirra. Staða Guðrúnar Bjarkar er enn sterk. Hún er með tvö lið áfram í keppni og ef spá hennar gengur eftir mætast þau í úrslitaleik. Styrkár er með þrjú lið rétt í undanúrslitum en það dregur heldur úr möguleikum hans að hafa tippað á Frakka sem evrópumeistara.

Valdimar er líklega sá sem ógnar Guðrúnu Björk mest þrátt fyrir að vera 16 stigum á eftir henni. Hann hefur lúrt við toppinn frá upphafi en látið lítið fara fyrir sér. Nú smeygir hann sér upp í þriðja sætið og er með báða undanúrslitaleikina hárrétta! Guðrún Björk og Valdimar spá bæði að Þýskaland muni sigra Spán 2-1 í úrslitaleik mótsins þannig að markakóngurinn gæti ráðið úrslitum þeirra á milli!  

Þrátt fyrir Björn Armando hafi aðeins fengið 12 stig fyrir III. hlutann og hann hafi fallið af þeim sökum niður í 4-5 sæti á hann enn góðan möguleika á einu af þremur efstu sætunum. Hann er með þrjú lið í undanúrslitum og hver veit hvað gerist ef Spánn sigrar Þýskaland í 4-2 í fjörugum úrslitaleik?

Svandís hefur aftur á móti að stimplað sig út þar sem hún er bæði með Frakkland og Holland í undanúrslitum. Og þó að hún sé nautsterk er það bara of þungur baggi bera þegar svo langt er liðið á mótið.

Daníel heldur áfram að klifra upp töfluna. Hann stekkur upp um níu sæti og er hástökkvari III. hlutans. En þrátt fyrir að vera með Spán, Portúgal og Þýskaland áfram í keppni er hann að öllum líkindum of langt frá toppnum til að blanda sér í baráttu um verðlaunasæti.  Anton, one of the Mar bros, tekur einning undir sig stökk upp um 8 sæti og Benedikt G. Waage heldur áfram að imponera og fer upp um 7 sæti - krúttlegt.

Natalía, Snorri Magg og Jón Ragnar hafa öll verið nálægt því að blanda sér í baráttuna en þakka nú pent fyrir sig eftir að hafa fallið um 7 sæti og deila með sér þeim vafasma heiðri að vera moldvörpur umferðarinnar.
Í hræðilegu uppnámi
Það er líka helvítis moldvörpueðlið í Dindie og SPExcel sem falla báðir um 6 sæti. Þeir kumpánar eru víst á barmi taugaáfalls og framtíð Getraunaleiksins er í algjöru uppnámi!
Í uppnámi


Lið í 8. liða Rétt úrslit í  Heildarstig e. Röð eftir Hástökk /

úrslitum 8. liða úrsl. 8 liða úrslit 8 liða úrslit Moldv.
Guðrún Björk 18 0 93 1 0
Styrkár Hallsson 21 0 88 2 0
Valdimar E. 18 0 77 3 2
Björn Armando 12 0 76 4 -1
Svandís Jónsdóttir 15 0 76 4 -1
Jóhann R 18 0 74 6 2
Guðrún Sch 18 0 73 7 3
Eggert Thorberg 15 0 73 7 -2
Daniel Arnþórsson 21 0 71 9 9
Ófeigur Hreinsson 18 0 71 9 3
Eggert Þórbergur 15 0 70 11 -2
Anton Már Gylfason 21 0 70 11 8
Sigurður Yngvi 18 0 70 11 2
Natalía Hallsdóttir 12 0 69 14 -7
Daði Ófeigsson 18 0 69 14 1
Kjartan 18 0 68 16 1
Einar Daði 15 0 67 17 -3
Jón Ragnar 12 0 66 18 -7
Snorri Magnússon 12 0 66 18 -7
Kristinn 15 0 65 20 -1
Arnar Már 15 0 63 21 1
Ingi Rafn Ólafsson 18 0 63 21 5
Tryggvi Sigurðsson 15 0 62 23 0
Hjalti B 15 0 62 23 0
Reynir 15 0 62 23 0
Benedikt G. Waage 18 0 62 23 7
Snorri Pétur 12 0 61 27 -6
Reynir Jóhannsson 18 0 61 27 6
Sæunn 18 0 61 27 6
Ásgeir j gíslason 15 0 60 30 -4
Gísli Karel 15 0 60 30 -2
Örvar 15 0 59 32 -2
Snorri S. Norðdahl 15 0 59 32 -2
Albert Albertsson 12 0 57 34 -6
Tómas Haarde 18 0 57 34 3
Jóhanna Björk 15 0 57 34 0
Kristján Leifsson 18 0 57 34 2
Diddi 12 0 56 38 -6
Arnþór G. 15 0 51 39 2
Viktor Andri 9 0 49 40 -3
Fjóla María 15 0 47 41 3
Svava María 12 0 47 41 0
Þórdís María 9 0 46 43 -3
Gauti 9 0 43 44 -1
Katrín Ósk 9 0 38 45 0